89.990 ISK

Trainer Bkool Smart Pro 2 0100623848

Bkool Pro 2 hefur ýmsar uppfærslur frá Bkool Pro. Fullkominn smart trainer með Bluetooth smart og Ant+ sendi og endurbættri þráðlausri tengingu við tölvu, síma eða spjaldtölvu. USB Ant+ móttakari fylgir með. Auðveld uppsetning og ekki þörf á kvörðun (calibration).

Trainerinn er mjög stöðugur, ræður við allt að 1200W mótstöðu og hermir eftir allt að 20% brekku.

Bkool Pro 2 er hljóðlátari eða aðeins 68db á 35km hraða. Hann leggst saman til að auðvelda geymslu og einnig er hægt að taka hann sundur í 2 parta. Hann ræður við dekkjastærð frá 20” upp í 29” og dekkjastærðin uppfærist sjálfkrafa. Nettari og léttari trainer sem vegur 11,6kg.

Trainerinn er Zwift samhæfður og hægt að tengja við Strava fyrir þá sem vilja.

Þriggja mánaða kynningar Premium áskrift af Bkool hjólahermi fylgir. Þar má nálgast yfir 900.000 leiðir um allan heim auk þess sem þú getur búið til þínar eigin leiðir. Hermirinn er fáanlegur fyrir PC, Mac, Ipad og Android spjaldtölvu, sjá nánar á bkool.com, App store eða Google Play.

Í kassanum fylgja kubbur undir framhjól, trainer pinni og ANT+ kubbur.

Frekari upplýsingar á vefsíðu Bkool: http://www.bkool.com/en/turbo-trainer/bkool-smart-pro2

 • Kraftmikill - Ræður við allt að 1,200 W
 • Hermir eftir brekkum upp í 20%.
 • Útdraganlegir fætur sem gefa mikinn stöðugleika
 • Einstaklega hljóðlátur - Hávaðastig: 68 dB á 35 km/klst.
 • Hermir eftir tregðu upp brekkur
 • Endurbætt tenging við trainerinn með ATN+ og Bluetooth.
 • Nettur & léttur - 11,6 kg
 • Samanbrjótanlegur og hægt að taka sundur í 2 parta
 • "Plug & Play" - Auðvelt að setja upp, þarf ekki kvörðun (calibration)
 • Dekkjastærð uppfærist sjálfkrafa.
 • Ahliða - Hentar fyrir allar dekkjastærðir (frá 20" til 29")