TEAM TREK þríþrautafréttir

13. október 2017 kl. 12:11 Hjördís Ýr í Dublin Hjördís Ýr í Dublin

Þríþrautarfólk okkar hefur nýtt haustið vel til þess að keppa erlendis. Hjördís Ýr Ólafsdóttir keppti í Dublin Ironman 70.3 (hálfur járnmaður) í byrjun september og náði þar 2. sæti í aldursflokki. Þessi frábæri árangur tryggði henni sæti á lokamóti Ironman keppnisraðarinnar (Ironman World Championship) sem fram fer í S-Afríku á næsta ári.

Hákon Hrafn fór til Rotterdam um miðjan september og keppti þar á heimsmeistaramótinu í ólympískri vegalend. Hákon endaði í 7. sæti í sínum aldursflokki sem er besti árangur sem íslenskur karlmaður hefur náð á heimsmeistaramóti í olympískri vegalengd.

Að lokum keppti kristín Laufey Steinadóttir í Barcelona Ironman í byrjun oktober. Hún endaði í 8. sæti í sínum aldursflokki á tímanum 10 tímar, 33 mínútur og 18 sekúndur sem er næst besti tími sem íslensk kona hefur náði í þessari vegalengd.

Þannig endaði keppnissumarið hjá okkar þríþrautarfólki og það verður spennandi að sjá árangurinn á næsta ári.14. sep 2016 Nagladekk
14. sep 2016 Tækin komin.
22. mar 2016 Opnunartími yfir páskana
29. feb 2016 Trainer tilboð!
7. jan 2016 Trainerdagar!
23. nóv 2015 Forsala 2016
4. nóv 2015 Lagersala!
29. okt 2015 Nóg til af trainerum!
27. sep 2015 Nagladekkin komin
28. ágú 2015 Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!
17. ágú 2015 Skólatilboð!
29. júl 2015 Lokað 1. ágúst
23. júl 2015 Endurkoma Hafsteins
16. júl 2015 Skýrsla úr Gullhringnum
9. júl 2015 Hörð keppni í þríþrautinni