Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!

28. ágúst 2015 kl. 19:43 Birna & Hákon. Victor Þór Sigurðsson tók myndina. Birna & Hákon. Victor Þór Sigurðsson tók myndina.

Síðasta tímakeppni sumarsins fór fram á miðvikudaginn þegar Cube-prologue númer 4 fór fram á Krýsuvíkurmalbikinu fyrir ofan iðnaðarsvæðið á Völlunum í Hafnarfirði. Sú mótaröð er stigakeppni þar sem þrjár af fjórum keppnum telja til stiga. Birna og Hákon unnu þessa mótaröð með fullt hús stiga í flokki þríþrautarhjóla.

Einnig var keppt í flokki götuhjóla og þar vann Elvar Örn heildarkeppnina. Stefán Haukur kom einnig sterkur inn þar, byrjaði rólega en vann sig upp töfluna þegar leið á sumarið og endaði í 6. sæti.

Íslandsmótið í tímakeppni fór fram föstudaginn 14. ágúst á hefðbundinni 20 km braut á Krýsuvíkurmalbikinu. Keppnin átti upphaflega að fara fram kvöldið áður en var frestað vegna mikilla sviptivinda efst á brautinni. Aðstæður á föstudagskvöldinu voru mun betri þó að mikil úrkoma hafi hægt aðeins á keppendum.

Í kvennaflokki varð Birna Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Hún hjólaði 20km vegalengd á tímanum 30:45 (meðalhraði 39,0km/klst). Margrét Pálsdóttir varð í þriðja sæti, tveimur mínútum á eftir Birnu.

Í karlaflokki var mjög hörð keppni um sigurinn en það var Hákon Hrafn sem vann að lokum og varð Íslandsmeistari í þriðja skipti á síðustu 4 árum. Hann hjólaði sömu vegalengd á tímanum 27:04 (meðalhraði 44,4km/klst). Þau urðu jafnframt bikarmeistarar Hjólreiðasambands Íslands.

14. sep 2016 Nagladekk
14. sep 2016 Tækin komin.
22. mar 2016 Opnunartími yfir páskana
29. feb 2016 Trainer tilboð!
7. jan 2016 Trainerdagar!
23. nóv 2015 Forsala 2016
4. nóv 2015 Lagersala!
29. okt 2015 Nóg til af trainerum!
27. sep 2015 Nagladekkin komin
28. ágú 2015 Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!
17. ágú 2015 Skólatilboð!
29. júl 2015 Lokað 1. ágúst
23. júl 2015 Endurkoma Hafsteins
16. júl 2015 Skýrsla úr Gullhringnum
9. júl 2015 Hörð keppni í þríþrautinni