TEAM TREK þríþrautafréttir

13. október 2017 kl. 12:11 Hjördís Ýr í Dublin Hjördís Ýr í Dublin

Þríþrautarfólk okkar hefur nýtt haustið vel til þess að keppa erlendis. Hjördís Ýr Ólafsdóttir keppti í Dublin Ironman 70.3 (hálfur járnmaður) í byrjun september og náði þar 2. sæti í aldursflokki. Þessi frábæri árangur tryggði henni sæti á lokamóti Ironman keppnisraðarinnar (Ironman World Championship) sem fram fer í S-Afríku á næsta ári.

Hákon Hrafn fór til Rotterdam um miðjan september og keppti þar á heimsmeistaramótinu í ólympískri vegalend. Hákon endaði í 7. sæti í sínum aldursflokki sem er besti árangur sem íslenskur karlmaður hefur náð á heimsmeistaramóti í olympískri vegalengd.

Að lokum keppti kristín Laufey Steinadóttir í Barcelona Ironman í byrjun oktober. Hún endaði í 8. sæti í sínum aldursflokki á tímanum 10 tímar, 33 mínútur og 18 sekúndur sem er næst besti tími sem íslensk kona hefur náði í þessari vegalengd.

Þannig endaði keppnissumarið hjá okkar þríþrautarfólki og það verður spennandi að sjá árangurinn á næsta ári.Hafsteinn og Sæmundur bikarmeistarar í götuhjólreiðum

10. ágúst 2017 kl. 16:40 Haffi að pína einhvern í 4ra ganga mótinu. Haffi að pína einhvern í 4ra ganga mótinu.

Síðasta bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum fór fram fyrir Verslunarmannahelgi þegar 4ra ganga mótið fór fram á Norðurlandi. Hjólað var í gegnum Strákagöng, Siglufjörð, Héðinsfjarðargöng, Ólafsfjarðargöng, Dalvík og svo inn á Akureyri, alls um 78 km leið. Hafsteinn Ægir var með 10 stiga forystu í heildarstigakeppninni fyrir þessa keppni og hann gulltryggði bikarmeistaratitilinn með því að sigra þessa keppni nokkuð örugglega.

Í unglingaflokki drengja var hörð keppni milli Sæmundar og Kristins sem Sæmi vann og vann þar með einnig bikarkeppnina í unglingaflokki. Kristinn varð 2. og Sólon Nói í 3. sæti í bikarkeppni sumarsins.

Frábær árangur hjá Kristín Eddu!

10. ágúst 2017 kl. 16:22 Frá unglingakeppninni í Danmörku um helgina. Frá unglingakeppninni í Danmörku um helgina.

Evrpópumeistaramótið í götuhjólreiðum fór fram í Danmörku um síðustu helgi og áttu Íslendingar nokkra keppendur þar í fyrsta skipti. Sá keppandi sem stóð sig best var án efa Kristín Edda Sveinsdóttir sem keppti í unglingaflokki. 86 stelpur hófu leik og Kristín Edda hjólaði gríðarlega vel í fremsta hópi sem þynntist jafnt og þétt alla keppnina. Auk þess var brautin nokkuð erfið og íslenskt rok og rigning meirihlutann af keppninni. Kristín kom inn í endasprett í fremsta hópnum og endaði númer 24 (á sama tíma og sigurvegarinn). Kristín hefur verið að berjast við erfið veikindi í sumar og því var enn sætara fyrir hana að ná þessum árangri núna. Til hamingu Kristín Edda.

Íslandsmótið í TT

6. júlí 2017 kl. 13:04 Rúnar, Hákon & Hafsteinn Rúnar, Hákon & Hafsteinn

Íslandsmótið í tímatöku (e. timetrial) fór fram í síðustu viku á Krýsvuíkurmalbiki við mjög góðar aðstæður. Keppt var á hefðbundinni 20km braut en þar hefur íslandsmótið farið fram síðustu 10 ár.

Örninn-Trek er með nokkra tímatökusérfræðinga í sínu liði sem mættu ferskir til leiks í meistaraflokki karla. Hákon, Rúnar og Hafsteinn börðust um sigurinn og litlu munaði á þeim eftir fyrstu 5km. Hákon bæti síðan við forskotið á næstu 15km og Rúnar náði einnig að halda góðum hraða. Hákon vann á tímanum 26:13 sem er nýtt brautarmet með meðalhraða 45,9 km/klst sem er mesti hraði sem náðst hefur í tímatöku í þessari vegalengd á Íslandi. Rúnar Örn varð 2. á tímanum 26:28 og Hafsteinn 3. á tímanum 26:55. Stefán Haukur varð 7. á tímanum 28:34. Þeir hjóla allir á Trek SpeedConcept.

Sæmundur sigraði unglingaflokkinn á Trek Madone götuhjóli á tímanum 30:36.

Til hamingju allir!

Páskar 2017

12. apríl 2017 kl. 12:25

Opnunartími yfir páskana er sem hér segir:

Fimmtudagur 13. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 14. apríl - LOKAÐ
Laugardagur 15. apríl - opið frá 10.00 - 16.00
Sunnudagur 16. apríl - LOKAÐ
Mánudagur 17. apríl - LOKAÐ
Þriðjudagur 18. apríl - opið frá 10.00 - 18.00
Miðvikudagur 19. apríl - opið frá 10.00 - 18.00
Fimmtudagur 20. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 21. apríl - opið frá 10.00 - 18.00
Laugardagur 22. apríl - opið frá 10.00 - 16.00

Svo tekur við venjulegur opnunartími - Gleðilega páska!

Örninn TREK á Tenerife

23. febrúar 2017 kl. 12:57 Hjördís Ýr & Hákon Hrafn Hjördís Ýr & Hákon Hrafn

Sú hefð hefur skapast meðal hjólreiðafólks á Íslandi að fljúga suður á bóginn og stunda hjólreiðar í heitu löndunum í skemmri eða lengri tíma yfir vetrarmánuðina. Liðsmenn Arnarins-Trek eru þar engin undantekning og hafa stundað heitulandahjólreiðar með góðum árangri undanfarin ár. Þríþrautarfólk ársins 2016, Hjördís Ýr og Hákon Hrafn voru að koma frá Tenerife þar sem þau náðu mjög góðum þríþrautaræfingum við bestu aðstæður. Fyrir áhugafólk um Strava má geta þess að Hjördís Ýr var að ná mjög góðum tímum upp helstu klifur á eyjunni og átti nokkur QOM (Queen of the Mountain). Í gær mættu svo Bjarki, Hafsteinn, Steinar og Elvar á eyjuna og Rúnar Örn flaug út í dag. Semsagt nóg að gera hjá okkar fólki á Tenerife.
Bjarki, Elvar, Hafsteinn & Steinar

14. sep 2016 Nagladekk
14. sep 2016 Tækin komin.
22. mar 2016 Opnunartími yfir páskana
29. feb 2016 Trainer tilboð!
7. jan 2016 Trainerdagar!
23. nóv 2015 Forsala 2016
4. nóv 2015 Lagersala!
29. okt 2015 Nóg til af trainerum!
27. sep 2015 Nagladekkin komin
28. ágú 2015 Fullt hús úr tímakeppnum sumarsins!
17. ágú 2015 Skólatilboð!
29. júl 2015 Lokað 1. ágúst
23. júl 2015 Endurkoma Hafsteins
16. júl 2015 Skýrsla úr Gullhringnum
9. júl 2015 Hörð keppni í þríþrautinni