Skip to main content
search
0

BIKEFIT


Nú er hægt að bóka tíma í BikeFit og á verkstæði á netinu, hér neðar á síðunni.

Hvað er BikeFit?

BikeFit er viðamikið kerfi, þar sem leitast er eftir því að hafa alla hluta reiðhjóls rétt stillta út frá þörfum hjólreiðamannsins. Farið er í grunnþætti eins og stillingu á hnakk, stýri og klítum.

 

 

 

Af hverju BikeFit?

Hjólreiðamenn finna oft fyrir óþægindum á hjólinu en geta ekki greint hvar vandamálið liggur, bæði til að líðanin verði sem best en jafnframt að getan/afraksturinn minnki ekki. Ástæðan getur verið að grunnþættirnir séu ekki réttir eða henti ekki viðkomandi. Markmið BikeFit er að greina þetta. Hnévandamál er einn algengast verkur sem reiðhjólafólk er að kljást við. Það samanstendur oft af samliggjandi þáttum sem getur verið tiltölulega auðvelt að komast fyrir. Háls- og mjóbaksverkir eru einnig býsna algengir og eru þetta þættir sem hægt er að minnka, eyða eða vinna bug á með BikeFit. Í BikeFit er farið í marga þætti sem miðast út frá þörfum viðskiptavinarins. Viðurkenndir leiðbeinendur stilla hjólið eftir þörfum hvers og eins og reyna að minnka óþægindi með nákvæmum mælingum og hentugri stillingum. BikeFit er ekki einungis fyrir keppnisfólk heldur fyrir alla þá sem vilja bæta stöðu, hámarka afköst og líða betur á hjólinu. TREK býður upp á hentugar lausnir sem geta gert hjólatúrinn eða keppnina mun þægilegri og jafnvel árangursríkari.

Hvað er gert?

BikeFit saman stendur af þremur þáttum og tekur yfirferðin í kringum tvær klukkustundir.

Í BikeFit er mikið lagt upp úr því að kynnast viðskiptavinunum. Farið er í þætti eins og meiðsli og reynt að athuga hvort og hvernig þau geta haft áhrif á þegar hjólað er. Einnig eru framtíðaráform viðskiptavinarins rædd og unnið út frá því. Hjólreiðafólk kemur af mismunandi ástæðum í BikeFit og er reynt eftir fremsta megni að uppfylla þau. Viðtalið er afar þýðingarmikið og hefur mikil áhrif á heildarmyndina.

Í mælingum án hjóls er hjólreiðamaðurinn skoðaður og mældur. Það felst m.a. í að athuga fótstærð, fótastöðu, hæð á il, setbeini og byrjunarhæð á hnakk. Farið er í gegnum einföld stöðugleika og liðleika próf til þess að finna út byrjunarstöðu á hjóli. Þegar BikeFit er lokið er hjólið mælt upp og niðurstöður skrifaðar í BikeFit formið. Upplýsingarnar eru mikilvægar svo kúnninn geti sett upp nýtt hjól, fylgst með breytingum ef framkvæma á annað BikeFit í framtíðinni og eða núverandi stillingar á hjóli ruglast þá er lítið mál að notast við mælingarnar aftur.

 

Aðstaðan

Myndbandsupptaka og sérhönnuð verkfæri eru notuð við BikeFit hjá Erninum. Hvort sem notast er við TREK reiðhjól eða aðrar tegundir þá ertu velkomin(n) til okkar.

Með sérhönnuðum verkfærum og nýjustu tækni gerir það okkur kleift að aðlaga hvaða hjól sem er að þörfum hjólarans og eftir því sem hentar hverjum og einum.

Close Menu